Þar sem ævaforn viska mætir nútíma vísindum
Þórunn Birna Guðmundsdóttir er sérfræðingur í nálastungum og með doktorsgráðu í austrænni læknisfræði.
Meðferðir

NÁLASTUNGUR
Nálastungur eða Akupunktur er heiti yfir því þegar örfínum nálum er stungið undir húð viðkomandi til að auka rafleiðni einstaka punkta og rafleiðnirása í líkamanum.

NÆRINGARFRÆÐI
Ef við borðum ekki og drekkum ekki vatn, veslumst við upp og deyjum. Við erum því algerlega háð næringu úr fæðunni. Hver einasta fæðutegund er stútfull af næringarefnum og steinefnum.

Cupping
Cupping eða bollameðferð er einföld aðferð þar sem sogskálar eru notaðar til að örva blóðflæði og losa vöðva sem og fasíuna í kringum vöðvann.

JURTIR
Jurtir hafa verið notaðar til lækninga næstum jafn lengi og saga mannkyns nær og þessi hefðbundna aðferð lækninga er enn þann dag í dag stunduð um heim allan.
Þórunn Birna Guðmundsdóttir
Þórunn Birna er nálastungusérfræðingur eða akupunkturisti með doktorsgráðu í austrænni læknisfræði sem hefur unnið bæði hér heima og í Bandaríkjunum síðan árið 2002.
Þórunn er jafnframt eini Íslendingurinn sem hefur lokið doktors gráðu í sínum fræðum eftir 6 ára nám frá virtum háskóla í Bandaríkjunum.
Hún útskrifaðist með Masters gráðu árið 2002 frá Californíuríki og vann þar bæði á háskólaskjúkrahúsi UCLA og á afvötnunarstöð Daniel Freeman Hospital meðfram námi. Þórunn rak síðan sína eigin stofu hér á landi í 8 ár þar sem hún bauð uppá nálastungur, cupping, gua sha, næringarráðgjöf og jurtaráðgjöf.
Haustið 2011 hóf hún í Doktorsnám í sömu fræðum og vann þá hjá mjög virtum læknum meðfram námi með bæði vestrænar og austrænar lækningar sem bakgrunn ásamt því að
vera í rannsóknarstörfum til haustsins 2014. Nú er Þórunn komin heim og hefur hafið aftur störf á sinni eigin stofu.
Þórunn býður uppá einkameðferðir og fyrirlestra fyrir hópa eða fyrirtæki.
